umsagnir

Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta og leikamaður IFK Kristianstad í Svíþjóð

OliGuðmundsVilli er þjálfari með mikinn metnað, þekkingu og áhuga fyrir þjálfun íþróttamanna. Hann veit hvað þarf til að ná árangri en á sama tíma alltaf að leita leiða til að vera betri þjálfari, eins og sannur atvinnumaður!

Eftir meiðsli leitaði ég til Villa til að fá hjálp með sprengi kraft og snerpu á undirbúningstímabilinu sem ég hélt áfram með inní tímabilið. Með frábæri blöndu af styrk og miklu úrvali af sprengikrafts æfingum með þungum boltum, hoppum, og lóðum tókst okkur að bæta allar tölur og halda mér ferskum þegar mest á reyndi.

Hann hjálpaði mér að taka líkamlegu hliðina uppa nýtt level og og ná mínum markmiðum! Ef þú ert tilbúinn að leggja á þig vinnuna þá muntu ná árangri með Villa!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR
gummi-1
Ég leitaði til Villa til að fá meiri styrk og sveifluhraða í golfinu. Æfingarnar sem að hann setti upp fyrir mig eru frábærar og hafa skilað miklum árangri.
Ég var mjög hrifinn af áherslunum hjá honum, það var fullkominn skilningur að ég vildi fá æfingar sem að myndu hjálpa mér í minni íþrótt, ásamt því að fyrirbyggja öll meiðsli. Fimm mánuðum seinna er ég að spila mitt besta golf.

 

 

 

Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Hauka í körfubolta og besti ungi leikmaður úrvalsdeildar karla árið 2018/2019.

Hilmar
Ég byrjaði hjá Villa í einkaþjálfun fyrir c.a. tveimur árum síðan. Á þeim tíma var ég hávaxinn, grannur og mætti segja að ég hafi verið frekar aumur.
Síðan þá höfum við Villi markvisst unnið saman í að bæta þá þætti sem ég vildi bæta og sá ég miklar bætingar (í mínu tilfelli í snerpu og stökkkrafti).
Meiri og meiri bætingar komu með tímanum og allar mælingar staðfestu það. Villi hjálpar þér ekki aðeins að uppfylla markmiðin þín heldur taka framm úr og verða fyrir meiri bætingum enn þú átt von á. Treystu á Villa því þá muntu bæta þig.
Andri Þór Björnsson, atvinnukylfingur úr GRAndriÞór
Líkamsrækt var akkúrat það sem ég þurfti til að koma mér á næsta stig í íþróttinni minni. Kerfið er sérhannað fyrir mig til að ná betri tökum á golfsveiflunni í gegnum styrk, jafnvægi og liðleika. Virkilega vel útpælt kerfi hjá Vilhjálmi sem er fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi.