Sara Björk Gunnarsdóttir

Sara BjörkÉg prófaði að fara til Villa fyrir sirka 3-4 vikum, eftir langt og strangt tímabil út í Svíþjóð, þurfti ég á góðu styrktarprógrammi að halda og leitaði til hans. Villi er mjög skipulagður og leggur mikinn metnað í þjálfunina.Hann er með mjög fjölbreytilegar æfingar og ávallt eitthvað nýtt. Hann setti upp prógram fyrir mig til þess að vinna í hlutum sem ég þarf að bæta mig í.
Ég finn alltaf mun strax eftir æfingar hjá honum og einnig mun á æfingunum sem hann lætur mig fá. Ég er ekkert búin að vera svakalega lengi hjá honum en ég finn strax mun á styrk allstaðar í líkamanum, er líka byrjuð að gera æfingar sem ég gerði sjálf miklu betur með leiðbeiningum frá honum, einnig fæ ég mjög góðar leiðbeiningar með mataræði☺
Ég hlakka til að fara út til Svíþjóðar og byrja tímabilið eftir góðar og strangar æfingar!