OliGuðmundsVilli er þjálfari með mikinn metnað, þekkingu og áhuga fyrir þjálfun íþróttamanna. Hann veit hvað þarf til að ná árangri en á sama tíma alltaf að leita leiða til að vera betri þjálfari, eins og sannur atvinnumaður!

Eftir meiðsli leitaði ég til Villa til að fá hjálp með sprengikraft og snerpu á undirbúningstímabilinu sem ég hélt áfram með inní tímabilið. Með frábæri blöndu af styrk og miklu úrvali af sprengikraftsæfingum með þungum boltum, hoppum, og lóðum tókst okkur að bæta allar tölur og halda mér ferskum þegar mest á reyndi.

Hann hjálpaði mér að taka líkamlegu hliðina uppa nýtt level og og ná mínum markmiðum! Ef þú ert tilbúinn að leggja á þig vinnuna þá muntu ná árangri með Villa!

Ólafur Andrés Guðmundsson