Haraldur Franklín

Haraldur FranklínÉg hef unnið með Villa í nokkur ár núna. Hann vinnur óeigingjarnt starf og hefur hjálpað mér alveg helling í golfinu. Hann var fljótur að búa til æfingakerfi fyrir mig, sem að bætti alhliða líkamlegan styrk og teygjanleika. Sem er akkúrat það sem ég þarf í golfinu.
Hann attar sig á því að hver og einn íþróttamaður þarf æfingakerfi sem hentar þeim persónulega í þeirra eigin íþrótt. Hann setur ekki alla í sama formið.

Einnig tekur Villi alltaf mjög vel í allar spurningar sem ég spyr hann um líkamsrækt. Það hefur hjálpað mér mjög mikið að geta verið í sambandi við hann um alls konar æfingar.

Mæli með Fjarþjálfun hjá Villa fyrir alla.