HREYFIGREINING

Allir íþróttamenn þurfa að láta kíkja á skrokkinn á sér til þess að fá betri sýn á hvað þarf að vinna með. Margir eru stífir og stirðir og eiga erfitt að framvkæma vissar æfingar/hreyfingar.

Hreyfigreining hjálpar þjálfara að finna veikleika hvers, sem auðveldar uppsetningu á æfingakerfi og álagi. Rétt uppsett æfingakerfi getur bætt frammistöðu til muna og minnkað líkur á meiðslum.

Hvað er innifalið í hreyfigreiningu?

  • 1 tími með þjálfara / Sett eru markmið og lögð drög að æfingarálagi
  • Hreyfigreining framkvæmd – Röð æfinga/hreyfinga sem gefa þjálfara hugmynd um hvað þarf að vinna í til að bæta frammistöðu og fyrirbyggja meiðsli.
  • Sérsniðið æfingakerfi sem unnið er útfrá markmiðum og úrlausnum úr hreyfigreiningunni. Allar æfingar eru útskýrðar með myndböndum.
  • Farið í hlaupatækni, hopptækni o.fl.
  • Aðgangur að þjálfara í gegnum tölvupóst.

Það á að vera tilgangur með öllum æfingum sem framkvæmdar eru – ekki gera bara eitthvað handahófskennt. Það skilar þér handahófskenndum árangri.

Verð: 21.900 kr.