Þjálfun og afkastamælingar

OliAndrés

ATH Aðeins fyrir íþróttafólk

Ég býð upp á hagkvæma nálgun fyrir íþróttafólk og þeirra þjálfun í formi fjarþjálfunar. Það er nauðsynlegt að fylgjast með bætingum svo hægt sé að skipuleggja þjálfunina, vinna í veikleikum og gera breytingar ef þörf er á .

Þessi pakki hentar mjög vel fyrir þá sem eru í þeim hugleiðingum að bæta hraða og sprengikraft. Viðtal og mælingar fara fram á Ásvöllum í Hafnarfirði,  íþróttamiðstöð Hauka.

  1. Þú skráir þig hér að neðan.
  2. Við mælum okkur mót. Tökum viðtal, setjum okkur markmið og framkvæmum mælingar (ath þetta eru afkastamælingar, ekki fitumælingar).
  3. Ég útbý æfingakerfi útfrá þínum markmiðum og niðurstöðum í mælingum.
  4. Þú æfir samkvæmt æfingakerfinu í 6-8 vikur og ég fylgist náið með.
  5. Eftir 6-8 vikur af kröftugum æfingum, mælum við okkur mót og framkvæmum mælingarnar aftur og sjáum þar bætingarnar svart á hvítu.

Hafðu samband á faglegfjarthjalfun@gmail.com fyrir frekari upplýsingar.

Verð: 29.900 kr.

Skráðu þig hér: