Menntun:
Íþróttafræðingur B.Sc frá Háskólanum í Reykjavík
Námskeið:
- Uppbygging æfingakerfa-Lee Taft
- Ólympískar lyftingar-Lee Taft
- Stafræn þjálfun-Mike Boyle
- Afreksþjálfun íþróttamanna í Serbíu með núverandi styrktarþjálfara CSKA Moscow
- Strength & conditioning clinic í Pesaro á Ítalíu sumarið 2011. Á vegum styrktarþjálfara Toronto Raptors í NBA deildinni, Francesco Cuzzolin.
- Námskeið í mælingum (Súrefnisupptaka og mjólkursýruþröskuldur)
- Elixia TRX group training instructor.
- Running Biomechanics – Greg Lehman
- Running assessment and rehabilitation- Greg Lehman
- Advanced Strength & Power – Dan Baker
Villi hefur stundað körfubolta síðan hann man eftir sér og spilað með þremur liðum í úrvalsdeild, Haukum, Keflavík og síðast hjá ÍR.
Villi starfaði sem styrktarþjálfari hjá úrvalsdeildarliði ÍR í körfubolta í tvö ár, áður en hann flutti út til Noregs.
Í Noregi starfaði Villi sem styrktarþjálfari fyrir íþróttamenn og starfaði sem yfir-styrktarþjálfari (Athletic Director) í framhaldsskóla sem ætlaður er íþróttafólki úr hinum ýmsu íþróttagreinum (Wang Toppidrett). Einnig vann hann náið með sjúkraþjálfurum á stöð sem heitir Stavanger Idrettsklinikk (www.stavangeridrettsklinikk.no) þar sem hann sinnti afreksþjálfun, ástandsmælingum og fl.
Í dag starfar Villi sem aðstoðar- og styrktarþjálfari úrvalsdeildarliðs Hauka í körfubolta.
Reynsla
- 10 ára reynsla sem einkaþjálfari/styrktarþjálfari
- 12 ára reynsla sem körfuboltaþjálfari
- Hlaupagreiningar
- Yfir 500 framkvæmd Vo2 max próf
- Yfir 500 framkvæmdar mælingar á mjólkursýruþröskuld (lactate threshold)
- Hefur haldið ýmis námskeið/fyrirlestra um styrktarþjálfun og afreksþjálfun.
Sæll Villi. Eg heiti Auðunn. Eg bý a höfn. Eg spila körfubolta með liðinu Sindri. Eg er buinn að vera i einka þjalfun a henni kollu og hun mældi með þér i fjarþjálfun. Eg var að pæla hvort eg gæti komið til þín í fjarþjálfun eftir áramót.
Sæll Auðunn
Afsakaðu seint svar. Ég var með slökkt á “notifications” á comment á síðunni einhverra hluta vegna. En já þú getur komið í fjarþjálfun hjá mér ef þú ert enn í þeim hugleiðingunum. Sendu mér endilega póst á faglegfjarthjalfun@gmail.com og ég sendi þér spurningarlista og við förum í það sem þú ert að leita eftir.
bestu kv
Villi