Körfuboltinn farinn að rúlla

Um leið og ég fagna því að körfuboltinn sé farinn af stað aftur, þá er samt ákveðinn hluti af mér sem hefur áhyggjur af því álagi sem framundan er. Flestir leikmenn efstu deildanna eru ekki vanir svona þéttu leikjaálagi og það er mikil pressa á þjálfurum að stýra álaginu á æfingum á milli leikja. Við erum ekki atvinnumannadeild og langflestir leikmenn sinna öðrum stöfum eða skóla á daginn.

Ég veit til þess að lið í efstu deildunum nýttu tímann ekki vel þegar allt var lokað. Sum lið eru með færa styrktarþjálfara sem sjá um það að stýra álagi, en því miður búa ekki öll lið við þann munað og er hætt við að æfingar verði of margar og af of hárri ákefð á milli leikja.

Mynd: Sean M. Haffey (Getty)

Undirbúningur fyrir tímabilið var stuttur og má segja að liðin hafi farið í gegnum „off-season“ og tvö „pre-season“ án þess að spila nokkuð magn af leikjum. Að spila æfingaleiki á undirbúningstímabili er mjög mikilvægur þáttur í undirbúningi fyrir mót.

Ég vil því miðla til leikmanna að huga vel að líkamanum í þessu mikla álagi og gera sér grein fyrir því að endurheimt er eitthvað sem þú þarft að sinna allan sólarhringinn. Byrjaðu á að huga að svefn og svefnvenjum. Ef svefn er ekki í lagi, þá aukast líkur á álagsmeiðslum til muna og þreytan frá erfiðum leikjum og æfingum mun sitja lengur í þér.

Það er til rosalega mikið af aðferðum til að flýta fyrir endurheimt. Bandvefsrúllur, alls konar þrýstibúnður (Normatec t.d), bætiefni, teygjur o.fl. EKKERT af þessum aðferðum mun virka sem skildi ef svefninn er ekki góður. Þó eru margar af þessum aðferðum frábærar með.

Næst á eftir svefninum kemur næring og vökvabúskapur. Ekki borða rusl og reyndu að hafa fæðuna eins hreina og þú getur. Drekktu vatn reglulega yfir allan daginn og stuðlaðu að því að mataræðið sjái þér fyrir þeirri orku sem þú þarft í miklu æfinga- og leikjaálagi.

Það eru nokkrir aðrir þættir sem einnig þarf að hafa í huga í miklu álagi. Bætingar koma fram í hvíldinni og meira er ekki alltaf betra. Ef þú ert nú þegar í góðu formi, þá getur góð hvíld skilað mun meiri árangri en illa skipulögð æfing í miklu æfinga- og keppnisálagi. Ef við erum stanslaust að æfa stíft í niðurbrotsferli, þá aukum við alltaf líkur á meiðslum og drögum úr afköstum.

Það vill enginn meiðast og það vilja allir meiri afköst – Gerum þetta skynsamlega og leitið ykkur aðstoðar hjá fagfólki ef þið eruð ekki viss. Það eru of margir sem eru aðeins að sinna skrokknum í kringum skipulagðar æfingar en ekki allan sólarhringinn. Þar sem álagið er eins og í atvinnumannadeildum, þá þurfum við að hugsa um okkur eins og 100% atvinnumenn.

Með von um að allir verði í toppformi og sleppi við meiðsli!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s