Meiri fjölbreytni í heimaæfingarnar

Hann er stuttur sá daglegi í dag.  Ég verð samt held ég að hætta kalla þetta daglega pistla því ég er búinn að klikka á 2-3 dögum síðan samkomubannið hófst. En hvað um það.

Mögulega eru einhverjir þarna úti sem eru uppiskroppa með æfingar, orðnir þreyttir á sínum heimaæfingu eða skortir jafnvel hugmyndaflug að nýjum æfingum vegna þess að enginn búnaður er til staðar. Hér eru nokkrar krefjandi og skemmtilegar æfingar sem þú getur bætt við hjá þér, það eina sem þú þarft er handklæði eða lak.

Framhallandi róður – Stöðug spenna (Isometric)

Róður

Tvíhöfðakreppur – Stöðug spenna (Isometric)

Armbeygjur – Overcoming Isometrics

Fótabeygjur – Hamstring

Slide Armbeygjur 

Möguleikarnir eru endalausir. Um að gera að nota hugmyndaflugið og prófa sig áfram með hinar ýmsu útfærslur af æfingum. Það er kjörið að nota handklæði eða lak fyrir þá sem eiga engan búnað heima til að nota við æfingar. Það eykur á fjölbreytni og gerir þetta aðeins skemmtilegra.