Hugleiðingar í æfingabanni

training-soccer

Þessa dagana eru allir, íþróttafólk, þjálfarar, styrktarþjálfarar o.fl, að leita leiða til þess að tryggja gæði í þjálfun sem skilar sér svo í bættum afköstum. Hér eru nokkrar hugleiðingar frá mér:

  • Óagað íþróttafólk á eftir að koma illa út úr þessu æfingabanni á meðan agað íþróttafólk finnur leið til þess að gera það besta úr aðstæðunum. Ráð: Tileinkaðu áfram tímanum sem þú varst að eyða í æfingar í einhvers konar æfingar.
  • Margir sækja hvatningu í liðsfélögum eða æfingafélögum og munu kannski eiga erfitt með að æfa einir. Hér kemur aginn sterkur inn.
  • Knattspyrnufólk og fleiri sem er að fara að byrja sitt keppnistímabil eru í snúnu ferli núna. Nú reynir að góðan styrktarþjálfara til að skipuleggja pre-season þjálfun og tryggja að liðið verði líkamlega vel undirbúið því það mun vera stuttur tími í liðsundirbúning. Sá stutti tími ætti ekki að fara í að koma mönnum í stand.
  • Íþróttafólk sem er að klára sitt tímabil (handbolti, körfubolti t.d.) hefur meiri sveigjanleika þegar kemur að þjálfun og er ekki á klukkunni. Þó mundi ég alltaf mæla, eins og komið hefur fram í fyrri pistlum, að æft sé af krafti svo ekki sé verið að eyða óþarfa tíma í að koma sér í lágmarksform.
  • Góðir styrktarþjálfarar sem eru vanir að vinna með lítinn búnað munu eiga auðvelt með að “prógramma” þjálfunina og snerta á öllum þeim þjálfunarbreytum sem þörf er að vinna í. Aðrir gætu orðið hugmyndasnauðir.
  • Huglægi þátturinn verður oft útundan. Það væri ekki vitlaust að nýta þennan tíma í að styrkja kollinn, tileinka sér nýjar venjur og búa til smá meðbyr hvort sem þú ert að fara inn í keppnistímabil eða ert að klára. Það gæti mögulega skilað sér í bættum afköstum og skilvirkari æfingum þegar upp er staðið.
  • Styrkja veikleikana er eitthvað sem margir tala um að gera. Er ekki tilvalið að setja smá fókus í að vinna í veikleikum þegar okkur er kippt út úr okkar hefbundnu aðstæðum? Hvort sem það er svefn, mataræði, langvarandi álagsmeiðsli. Við gætum komið betri út úr þessu öllu.

Eigið góðan dag