Leggðu áherslu á fætur í æfingabanninu

foot2Líklega eini kosturinn við þetta æfingabann er að það íþróttafólk sem hefur átt í lagnvarandi álagsmeiðslum sem hefur hamlað þeirra leik, getur nú sest niður og fundið út hvernig hægt er að vinna í þeim þáttum. Það er oft erfitt að gera það í miklu álagi og því er hægt að draga úr öllum þeim höggum sem verða við hopp og spretti og vinna í þessum veikleikum.

Staðreyndin er sú að körfuboltafólk er oft með stífa ökkla og fætur sem virka ekki sem skildi. Það er hægt að tengja mikið af álagsmeiðslum við fótinn og ef fóturinn er ekki í lagi þá margfaldast líkur á álagsmeiðslum. Að sjálfsögðu nærðu ekki öllu úr líkamanum sem þú vilt og afköst verða minni. En hvernig “endurforritum” við fótinn?

Nokkur góð ráð þegar kemur að þjálfun ökkla og fóta:

  • Æfðu berfætt/ur
  • Hugsaðu um að þrjá þrýstipunkta í fætinum þegar þú stendur í fótinn. (sjá mynd að ofan).
  • Vinna mikið á öðrum fæti í einu til að auka hreyfiskynjun og það mun hjálpa til við stöðugleikann.
  • Gera liðleikaæfingar fyrir ökkla á hverjum degi.
  • Gera styrktaræfingar fyrir kálfa mjög reglulega.
  • Gera styrktaræfingar fyrir fót mjög reglulega.
  • Rúlla aum svæði eins og t.d. kálfa, fótboga.

Hér eru svo nokkarar æfingar sem gætu gefið þér smá hugmynd um hvernig eigi að vinna í fótum og ökklum.

Styrkur fyrir stóru tá

Tripod staða og short foot activation

Ökklaliðleiki með teygju