Að viðhalda sprengikrafti í æfingabanninu.

 

Nú ætla ég daglega að skrifa og setja inn örpistla sem tengjast styrktar- og afkastaþjálfun fyrir körfubolta. Ég vona að einhverjir aðilar geti nýtt sér ráðleggingarnar. Hér kemur fyrsta pælingin:

Hvernig næ ég að viðhalda sprengikrafti í æfingabanninu?

Þú þarft ekki tæki og tól til þess að bæta og viðhalda sprengikrafti. Með því að sníða inn hoppæfingar og spretti á skynsamlegan hátt, þá munt þú ná að halda í og jafnvel bæta þennan mikilvæga þátt.

Farðu út og taktu stutta spretti. Mundu að sprengikraftsþjálfun er ekki úthaldsþjálfun og ættu sprettir því að vera á hámarksákefð og þú þarft að stoppa um leið og hægist á þér. Hvíld á milli spretta þarf að vera löng og þú þarft að ná þér alveg þannig að þú græðir einnig á næsta spretti. Hoppin eiga að vera fá og gæðin há í hverju hoppi. Hér koma dæmi um hopp sem hægt er að framkvæma heima án tækja og tóla:

Bónus ráðlegging: Passaðu mataræðið og ekki þyngjast. Það er erfitt að viðhalda þessum afkastaþáttum á meðan verið er að þyngjast.

Gangi þér vel

Hopp frá hnjám í uppstökk

Broad jump á öðrum fæti