Tímabilið er búið: Hvernig ætlar þú að nýta þér lengra off-season?

Nú er því miður búið að aflýsa körfuboltatímabilinu. Ömurlegar fréttir en ég held að þetta sé það eina í stöðunni. Íþróttafélög í öllum íþróttagreinum munu verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni og svo fram eftir götunum.

Nú er því nauðsynlegt að setjast niður að teikniborðinu og sjá hvernig við getum nýtt þennan LANGA tíma sem framundan er. Off season hjá okkur í körfunni er nú þegar mjög langt og allir leikmenn munu græða á lengra off season ef tíminn er notaður rétt.

Hér eru nokkrir kostir þess að hafa lengra off season:

  • Leikmenn með langvarandi álagsmeiðsl geta unnið vel í sínum málum og jafnvel náð að byggja sig vel upp og vinna í afkastatengdum þáttum eins og hraða og sprengikrafti.
  • Leikmenn sem eru vel á sig komnir geta eytt lengri tíma í sérhæfðari þjálfun og þannig náð að skerpa enn betur á þáttum eins og hraða og sprengikrafti. Þessi þjálfun þarf samt að vera vel skipulögt útfrá ársplani.
  • Leikmenn sem eru illa á sig komnir líkamlega geta endurskipulagt sig og notað góðan tíma í að vinna í líkamlega þættinum, hvort sem það er að léttast, þyngjast eða styrkjast. Þar sem þetta eru svo margir mánuðir að þá mun einnig gefast tími í að fara í sérhæfða sprengikraftsþjálfun í góðu líkamlegu standi. Sá tími á einmitt ekki að fara í að tálga af sér eða byggja sig upp að einhverju ráði.
  • Það er endalaus tími í boði til að skerpa á þáttum á körfuboltavellinum. Skotæfingar, boltatækni o.fl. Nauðsynlegt er að greina sinn leik til að sjá hvar aðaláherslurnar eigi að liggja og nægur tími til að skoða myndefni af sjálfum sé í keppni til að sjá hvað betur mætti fara.
  • Endurstilltu andlega þáttinn: Já það getur tekið á andlega að vera á æfingum á hverju kvöldi með öllu leikjaálaginu, aukaæfingum og video fundum. Eyddu meiri tíma með fjölskyldu og vinum og komdu endurnærð/ur til leiks þegar æfingar hefjast að nýju.

Reynum að nýta þennan annars ömurlega tíma í eitthvað jákvætt og uppbyggjandi. Ég trúi því að allt íþróttafólk geti notað þennan tíma í að bæta sinn leik og koma til leiks sem betri leikmenn.

whattodo