Hraðaminnkun (Deceleration): Mikilvægur þáttur í hraðaþjálfun

Íþróttamenn leggja oft gríðarlega mikla áherslu á að bæta hraða og sprengikraft. Þjálfunaraðferðir sem notast er við eru auðvitað sprettir og æfingar sem stuðla að hraðaaukningu/hröðun (acceleration). Jú til þess að auka hraða, þá þarf að æfa hratt.

Einn mikilvægur þáttur á það oft til að gleymast í hraðaþjálfun. En það er hraðaminnkun (deceleration) og stoppa. Með því að þjálfa upp þennan mikilvæga eiginlega sem hraðaminnkun er, þá eru ansi góðar líkur á að hreyfingar verði skilvirkari og hraðari. Þetta á aðallega við í íþróttagreinum þar sem stöðugt er verið að breyta um stefnu og taka snöggar hreyfingar (multi-directional  sports).

Að vera snögg/ur að minnka hraða til að breyta um stefnu og/eða stoppa alveg, getur haft mikið að segja í íþróttum. Ef þú eyðir of mikilli orku í að hægja á þér og stoppa og tæknin er léleg, þá minnkar skilvirkni hreyfingar og þú verður einfaldlega hægari. Í verstu tilfellum aukast líkur á meiðslum.

Á æfingum og leikjum í íþróttum sem krefjast stefnubreytinga, þá hægja auðvitað allir á sér og stoppa. En þá er lítið verið að hugsa um tækni og framkvæmd. Þess vegna er gott að þjálfa upp þessa eiginleika í stýrðu umhverfi þar sem áreiti eins og t.d. bolti og móteherjar eru tekin út.

Í myndbandinu hér að neðan er dæmi um æfingar sem hægt er að gera

 

Skráning í þjálfun fer fram HÉR eða á netfangið faglegfjarthjalfun@gmail.com