Ertu með vöðvabólgu?

Vöðvabólga í öxlum/herðum er mjög algengt vandamál. Í mörgum tilfellum er það vandamál auðleysanlegt með æfingum og hreyfingum sem vinna á auma svæðinu. Til er fjöldinn allur af flottum og góðum æfingum sem hafa unnið vel á þessu algenga vandamáli. Ef þú ert með lélega líkamsstöðu og vinnur mikið við tölvu – þá græðir þú mikið á þessum æfingum

Ég hef ekki tölu á því hvað ég hef haft marga kúnna sem hafa átt við vandamál að stríða í herðum/öxlum. Hér eru nokkrar æfingar sem hafa reynst virkilega vel.

Handganga á vegg (mini band)

Wall slides / Framanvert

Frátog með teygju (band pull apart)

Y í TRX

Munið að til þess að stuðla að hraustum og heilbrigðum öxlum, þá er nauðsynlegt að eyða tíma í að virkja svæðið, hreyfa það og styrkja. Þessar æfingar er t.d. hægt að innleiða í upphitun fyrir æfingar.